Kaupskilmálar

Skilmálar vörukaupa

1. Almenn ákvæði
Skilmálar þessir gilda um kaup á vöru eða þjónustu á vefsvæðinu www.listdansskolishop.is. Eigandi listdansskolishop.is er Listdansskóli Hafnarfjarðar ehf., kt. 6203071490, Helluhrauni 13-16, 220 Hafnarfjörður. Til einföldunar verður hér eftir talað umListdansskóla Hafnarfjarðar eða www.listdansskolishop.is eða Listdansskolishop sem Listdansskolishop.is. Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur listdansskolishop.is annars vegar og kaupanda vöru eða þjónustu hins vegar. Hafi skilmálar þessir ekki verið samþykktir við nýskráningu á vefsíðunni listdansskolishop.is teljast þeir samþykktir við fyrstu kaup á vöru eða þjónustu.

„Kaupandi“ er einstaklingur, sem er aðili samnings en stundar ekki viðskipti eða aðra athafnastarfsemi, þ.e. einstaklingur sem kaupir vöru eða þjónustu í skilningi laga um neytendakaup nr. 48/2003. Kaupandi verður að vera a.m.k. 16 ára. „Kaupandi“ getur líka verið fyrirtæki en lög um um þjónustukaup nr. 42/2000 eiga þá við. Þessi lög gilda um réttarstöðu samningsaðila þegar sérstökum ákvæðum þessara skilmála sleppir. Listdansskolishop.is selur vörur eða þjónustu til kaupanda á vefsvæði sínu. Listdansskolishop.is býður kaupendum aðeins upp á að sækja vöruna í Listdansskóla Hafnarfjarðar. Eftir að pöntun hefur verið gerð fá viðskiptavinir skilaboð um hvenær varan verður afhent í Listdansskóla Hafnarfjarðar. Sumar vörur eru sérsaumaðar og aðrar eru pantaðar að utan. Afhendingartíminn er þess vegna mismunandi.

2. Upplýsingar og verð
Verð á vefsvæði Listdansskolishop.is og í útsendum póstum eru með virðisaukaskatti og eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, prentvillur og myndvillur. Listdansskolishop.is áskilur sér rétt til að afturkalla pantanir í heild eða að hluta ef að viðkomandi vara er uppseld, skemmd eða gölluð. Listdansskolishop.is mun upplýsa kaupanda um allt slíkt eins fljótt og kostur er, og hugsanlega koma með tillögu að annarri vöru sem kaupanda gefst kostur á að samþykkja eða hafna.

3. Persónuupplýsingar
Á Listdansskolishop.is er aðgengileg persónuverndarstefna félagsins. Í þessari persónuverndaryfirlýsingu kemur fram hvernig Listdansskolishop.is umgengst þær persónuupplýsingar sem Listdansskolishop.is geymir um kaupanda og hvaða réttindi hann á varðandi upplýsingarnar.

4. Aðgangur
Kaupandi hefur leyfi til að nota Listdansskolishop.is og þá þjónustu sem þar er boðið upp á í samræmi við skilmála þessa og þær aðgangstakmarkanir sem Listdansskolishop.is setur. Stranglega er bannað að falsa nafn og persónuupplýsingar við skráningu inn á Listdansskolishop.is. Listdansskolishop.is áskilur sér rétt til að vinna náið með lögreglu við úrlausn slíkra mála, þ.m.t. að veita henni þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru. Verði kaupandi uppvís að sviksamlegu athæfi við kaup á Listdansskolishop.is verður það tilkynnt til lögreglu. Listdansskolishop.is áskilur sér rétt til að takmarka eða loka fyrir aðgang að Listdansskolishop.is ef grunur leikur á að kaupandi hafi orðið uppvís að falsa nafn og persónuupplýsingar við skráningu.

5. Innskráning, pöntun og afhending
Við fyrstu innskráningu á Listdansskolishop.is skráir kaupandi fullt nafn, kennitölu, heimilisfang og tölvupóstfang sitt og samþykkir að hann hafi lesið persónuverndarstefnu félagsins. Einnig getur kaupandi samþykkt að vera á póstlista og SMS lista Listdansskolishop.is. Pöntun kaupanda á Listdansskolishop.is er bindandi þegar hann hefur staðfest pöntun sína í kaupferlinu. Listdansskolishop.is er skuldbundið að afgreiða pöntun kaupanda (nema í tilvikum sem nefnd eru í 2. grein þessara skilmála) og sendir kaupanda staðfestingu með tölvupósti. Jafnframt sendir Listdansskolishop.is kaupanda afrit af reikningi þ.e. ef greiðsla berst frá kaupanda. Kaupanda er bent á að kynna sér vel staðfestingu á pöntun þegar hún berst. Í kaupferlinu velur kaupandi sér tíma til að sækja vöruna.

6. Yfirferð á vöru
Eftir að kaupandi hefur móttekið pöntunina þarf hann að byrja á því að kanna hvort hún sé í samræmi við pöntunarstaðfestingu og reikning. Skilmálar þessir gera ráð fyrir að kaupandi hafi lesið og kynnt sér leiðbeiningar sem fylgja með vörunni. Ef kaupandi telur að varan sé ekki í samræmi við vörulýsingu þá þarf hann að senda tilkynningu þess efnis með tölvupósti á listdansskoli@listdansskoli.is. Listdansskolishop.is áskilur sér rétt að sannreyna staðhæfingu innan 7 daga.

7. Samningurinn
Með greiðslu staðfestir kaupandi að hann þekki gildandi skilmála Listdansskolishop.is. Skilmálarnir eru aðgengilegir á vefsvæði Listdansskolishop.is. Hver kaup eru bindandi fyrir kaupanda samkvæmt skilmálum og skilyrðum Listdansskolishop.is.

8. Greiðsla
Greiðslu getur kaupandi innt af hendi á ýmsa vegu:

Kredit- eða debetkort: Greiðsla fer fram á sama tíma og kaupandi skráir kaup sín. Greiðsla með kreditkorti fer fram í gegnum örugga greiðslugátt sem kaupanda er beint sjálfkrafa til þegar hann fyllir út greiðsluupplýsingar. Þegar kaupandi staðfestir upplýsingarnar er greiðslan skuldfærð af kortinu.

DalPay Retail er endursöluaðili fyrir Listdansskóla Hafnarfjarðar ehf og á kreditkortayfirliti þínu mun
standa dalpay.is +354 412 2600.

9. Skilaréttur
Listdansskolishop.is skuldbindur sig til að afhenda kaupanda vöru eða þjónustu fyrir kaupum í samræmi við skilmála þessa og gildandi rétt. Kaupandi getur ekki skilað vörur til Listdansskolishop.is þar sem allar vörur eru sérpantaðar.

10. Galli
Ef vara er gölluð er Listdansskolishop.is skylt að bjóða kaupanda viðgerð, nýja vöru, afslátt eða afturköllun kaupa. Samkvæmt lögum um neytendakaup nr. 48/2003 á kaupandi rétt á því að fá gallaða vöru bætta ef tilkynning berst okkur innan tveggja mánaða frá því að kaupandi varð var við galla. Listdansskolishop.is mælir með því að kaupandi sendi tölvupóst á listdansskoli@listdansskoli.is sem fyrst frá því að galli uppgötvast. Listdansskolishop.is sendir staðfestingu til baka um móttöku tölvupóstsins. Listdansskolishop.is áskilur sér rétt til að sannreyna að varan sé gölluð innan 7 daga.

Ef til endurgreiðslu kemur, skv. tilmælunum, mun Listdansskolishop.is endurgreiða kaupanda vöruna á sama hátt og viðskiptavinur notaði við greiðslu – þ.e. með bakfærslu á kredit- eða debetkortin eða með inneign hjá Listdansskolishop.is sem kaupandi getur ráðstafað að vild í næstu kaupum hjá Listdansskolishop.is.

11. Ábyrgð
Ábyrgð Listdansskolishop.is hefur ekki í för með sér takmarkanir á rétti sem kveðið er á um í lögum um neytendakaup nr. 48/2003. Ábyrgð vegna galla á vöru er í samræmi við lög um neytendakaup og miðast við dagsetningu kaupa til einstaklinga. Ef um er að ræða sölu til fyrirtækis er ábyrgð á galla 1 ár frá kaupdagsetningu samkvæmt lögum um lausafjárkaup nr. 50/2000.

Ábyrgðin nær ekki til eðlilegs slits eða notkunar á vöru sem eðlilegt þykir að endist skemur en 2 ár. Ábyrgð fellur úr gildi ef vara hefur verið opnuð eða átt við hana án samþykkis Listdansskolishop.is þrátt fyrir að þar hafi verið viðurkenndur aðili. Ábyrgðin fellur líka úr gildi ef rekja má bilun til illrar eða rangrar meðferðar.

Listdansskolishop.is er ekki skuldbundið til að sjá um viðgerð á vöru, gefa afslætti eða skipta út vöru eftir að ábyrgðartíma lýkur. Listdansskolishop.is áskilur sér rétt til að sannreyna að galli eða bilun heyri undir ábyrgðarskilmála innan 7 daga. Ef vara fellur undir ábyrgðarskilmála þá er Listdansskolishop.is skylt að bjóða kaupanda viðgerð, nýja vöru, afslátt eða afturköllun kaupa.

12. Eignarréttur
Seldar vörur eru eign Listdansskolishop.is þar til kaupverð er greitt að fullu.

13. Annað
Listdansskolishop.is áskilur sér fullan rétt til að breyta ákvæðum þessara skilmála, enda verði kaupanda tilkynnt um það. Útsending nýrra skilmála til kaupanda og/eða birting á vefsíðu Listdansskolishop.is telst nægileg tilkynning. Litið er svo á að kaupandi hafi samþykkt breytinguna ef hann kaupir vöru eða þjónustu eftir að tilkynning um breytingu hefur verið gefin út.

14. Ágreiningur
Rísi ágreiningur milli aðila um efni þessara viðskiptaskilmála eða vegna brota á þeim má bera viðkomandi mál undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu. Ef allt þrýtur er heimilt að reka mál vegna þessa fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur skv. ákvæðum laga nr. 91/1991.

15. Gildistími
Skilmálar þessir gilda frá 24. október 2019.

Skilmálar miðakaupa

Með því að kaupa miða hjá listdansskolishop.is, þá samþykkir þú einnig skilmála okkar

  • Vinsamlega athugaðu miðana þína, hvort réttar upplýsingar komi þar fram. Ekki er alltaf hægt að laga mistök við miðakaup eftirá.
  • Eftir að þú hefur keypt miða hjá listdansskolisshop.is, í gegnum veraldarvefinn, hefur þú 14 daga frá miðakaupum til þess að falla frá kaupunum og óska eftir endurgreiðslu á miðanum hjá listdansskolishop.is, sbr. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 46/2000 um húsgöngu- og fjarsölusamninga. Ef viðburður sá sem keyptur er miði á er haldinn innan 14 daga frá miðakaupum átt þú hins vegar í engum tilvikum rétt á endurgreiðslu eða rétt til þess að skipta miðanum fyrir annan viðburð, sbr. 10. gr. áðurnefndra laga, nema í þeim tilvikum er viðburður fellur niður.
  • Ef dagsetning á viðburð fellur niður er eigendum miðanna boðin sömu sæti á aðra dagsetningu (ef aðrar dagsetningar eru í boði). Ef eigendur miðanna komast ekki á breytta dagsetningu er þeim boðin endurgreiðsla miða. Beiðnir um endurgreiðslu skulu berast listdansskolishop.is eigi síðar en 28 dögum eftir dagsetningu viðburðar sem féll niður.
  • Ef keyptur miði er áframseldur með fjárhagslegum hagnaði fyrir einhvern annan en aðila sem tengist viðburði beint, áskilur listdansskolishop.is sér rétt til þess að ógilda miðann og neita handhafa inngöngu á viðburð.
  • Á sérstaka viðburði geta kaupendur keypt takmarkaðan miðafjölda. Listdansskolishop.is áskilur sér þann rétt að ógilda miða keypta umfram þann fjölda.
  • Eigandi miða tekur á sig alla ábyrgð á meiðslum sem gætu hlotist á undan, á meðan eða á eftir viðburð.
  • Listdansskolishop.is tekur enga ábyrgð á einkamunum eiganda miða á meðan viðburði stendur.
  • Meðferð áfengis, tóbaks og ólöglegra vímuefna er bönnuð á öllum viðburðum sem Listdansskolishop.is selur á nema annað komi fram.
  • Aldurstakmark á viðburði ræðst eftir útivistartíma barnaverndarlaga og lögum um vínveitingahús. Börnum yngri en 18 ára er óheimilt að dvelja inni á veitingastað, sem leyfi hefur til áfengisveitinga. eftir kl. 20:00 á kvöldin og fram til lokunar staðarins, nema í fylgd með forsjáraðila.

Geymdu miðann/miðana þína á öruggum stað, eins og þú myndir geyma fjármuni eða aðra miða. Listdansskolishop.is tekur ekki ábyrgð á óþægindum sem gætu hlotist vegna falsaðra eða afritaðra miða. Ef upp kemst um afritaða eða falsaða miða gæti ábyrgðarmaður viðburðar neitað öllum handhöfum miða inngangi á viðburð og krafist borgunar fyrir alla afritaða eða falsaða miða frá upprunalegum kaupanda. Dagsetning og tímasetning viðburða gæti breyst án fyrirvara.